Snjókoma eða slydda í kvöld
Í morgun kl. 6 var norðaustlæg átt, víða 3-8 m/s, en hvassari við austurströndina. Skýjað var á norðanverðu landinu og él austast, en annars léttskýjað. Hlýjast var 4ra stiga hiti í Skaftafelli, en kaldast 10 stiga frost á Þingvöllum.
Viðvörun!
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Færeyjardjúpi og Suðausturdjúpi.
Yfirlit
300 km suðaustur af Færeyjum er 960 mb lægð, sem þokast austur, en 500 km norðaustur af Nýfundnalandi er vaxandi 985 mb lægð, sem hreyfist austnorðaustur.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 á Austfjörðum í fyrstu. Skýjað á norðanverðu landinu og él austast, en annars léttskýjað. Hægur vindur og yfirleitt bjart í dag, en smám saman vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestanlands og dálítil snjókoma eða slydda með kvöldinu. Suðaustan 10-15 og rigning sunnan- og vestanlands á morgun, en annars mun hægara og bjart. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins, en hlánar við suðvesturströndina í kvöld.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en austlægari og þykknar upp eftir hádegi. Suðaustan 8-13 og snjókoma eða slydda í kvöld, en 10-15 og rigning í nótt og á morgun. Hægt hlýnandi veður og hiti 0 til 5 stig í nótt og á morgun.
Heimild og kort: Veðurstofa Íslands