Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 10. febrúar 2003 kl. 14:08

Snjókoma eða él í kvöld

Rólegt hefur verið að gera hjá Lögreglunni í Keflavík í dag. Þó var tilkynnt um að þakplata hefði losnað af íbúðarhúsi við Bergveg. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir mun hægari suðaustanátt og skúrir sunnantil á landinu síðdegis og lægir einnig norðanlands í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í suðvestan 18-25 með snjókomu eða éljum sunnan- og vestanlands í nótt. Suðvestan 10-15 m/s á morgun, en 15-20 norðan- og austanlands fram eftir degi. Léttir til á austanverðu landinu, en él vestantil og dálítil rigning síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024