Snjókarlaveður næstu daga?
Í kvöld kl. 21 var suðvestlæg átt, víða 8-15 m/s. Skúrir eða súld vestantil á landinu, en hægari vindur, skýjað og þurrt austantil. Hiti var frá 2 stigum á Kirkjubæjarklaustri upp í 9 stig á Seyðisfirði.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestan og vestan 10-18 m/s og skúrir, hvassast við ströndina, en él í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig. Hægari norðvestlæg átt og frost seint á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag: Norðlæg átt, 3-8 m/s og él norðan- og austantil, annars bjartviðri. Frost 1 til 10 stig, kaldast til landsins. Snýst í suðaustan 5-10 vestanlands undir kvöld og þykknar upp.
Á þriðjudag: Austlæg átt, víða 8-13 m/s og snjókoma eða slydda í flestum landshlutum. Hiti í kringum frostmark sunnanlands, annars 2 til 8 stiga frost.
Á miðvikudag og fimmtudag: Norðlæg átt og ofankoma, en léttir til sunnan- og suðvestanlands. Kólnar, frost víða 6 til 12 stig á fimmtudag.
Á föstudag: Snýst í suðlæga átt og dregur úr frosti með ofankomu vestantil.
Myndin: Þessi snjókarl er allur en myndin af honum var tekin við Heiðarholt í Keflavík í gærkvöldi.