Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snjóél á morgun sunnanlands: hlýnar undir helgi
Þriðjudagur 21. janúar 2003 kl. 10:39

Snjóél á morgun sunnanlands: hlýnar undir helgi

Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands til klukkan 18:00 á morgun er gert ráð fyrir norðlægri átt, víða 8-13 m/s. Skýjað með köflum og él um norðanvert landið og yfirleitt léttskýjað sunnantil, en hætt við smáéljum við suðurströndina. Bætir lítillega í vind og úrkomu norðan- og austanlands síðdegis og þykknar upp sunnanlands í nótt. Norðaustan 10-15 vestantil í fyrramálið, skýjað með köflum og hætt við smáéljum. Norðaustan 8-13 norðan- og austantil og snjókoma eða él á morgun, en austan 8-13 og snjókoma sunnanlands. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins, en hlýnar heldur sunnantil seint á morgun.

Spá veðurstofunnar fram á mánudag gerir ráð fyrir austanátt á fimmtudag, víða 8-13 m/s. Dálítil él norðan- og norðvestantil, en slydda og síðar rigning sunnan- og austantil. Fremur hæg suðlæg- eða breytileg átt á föstudag og laugardag, slydduél eða skúrir um mest allt land, en úrkomulítið norðanlands. Á sunnudag er gert ráð fyrir stífri austlægri átt og vætusömu veðri. Og á mánudag má búast við norðanátt og éljum um allt land. Hægt hlýnandi veður á fimmtudag og hiti víða 0 til 5 stig fram á sunnudag, en á mánudag kólnar aftur.

Veðurkort af veðurvef mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024