Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snarpur skjálfti reið yfir Reykjanes
Sunnudagur 31. júlí 2022 kl. 18:07

Snarpur skjálfti reið yfir Reykjanes

Stór skjálfti, með upptök sín nærri Keili, reið yfir Reykjanes skömmu fyrir klukkan 18:00. Samkvæmt fyrstu mælingum var skjálftinn 5,2 en hann var svo endurmetinn skömmu síðar upp á 4,7.

Uppfært kl. 19:42: Samkvæmt nýjustu tölum var skjálftinn 5,4.

Skjálftavirkni hefur aukist að undanförnu og í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi almannavarna vegna þess. Þessi aukna virkni minnir um margt á undanfara eldgossins við Fagradalsfjall og eru viðbragðsaðilar því undirbúnir ef sagan endurtekur sig.

Tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík en engar tilkynningar um slys á fólki.  Almannavarnir fylgjast vel með framvindunni í samvinnu við lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.  Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Rétt er að geta þess að tjón á munum og eignum er tilkynnt á vefsíðu Náttúruhamfaratrygginga Íslands.   Ef slys hafa orðið á fólki er það tilkynnt til 112.