Fimmtudagur 19. mars 2020 kl. 17:17
Snarpur skjálfti í Grindavík
Í dag kl. 16:53 varð skjálfti af stærð M3,3 um 3 km NV af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í byggð, m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Í nótt kl. 03:42 varð skjálft M3,0 að stærð á svipuðum slóðum.