Snarpir jarðskjálftar í Grindavík og fundust líka í Reykjanesbæ
Snarpur jarðskjálfti að stærðinni 4,1 mældist norður af Grindavík rétt fyrir klukkan sex í morgun. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að hans hafi orðið vart í Grindavík og í Reykjanesbæ. Annar aðeins minni skjálfti var á sömuslóðum skömmu áður.
Um 40 eftirskjálftar hafa mælst á þessu svæði en síðasti skjálft sem mældist svona stór var 9. Júlí.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að enn mælist mikið af skjálftum á svæðinu og líkur séu á fleiri stærri skjálftum en skjálftavirkni hefur verið viðvarandi undanfarna mánuði.