Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snarpar umræður um nýja aðalskipulagstillögu
Þriðjudagur 29. september 2009 kl. 08:36

Snarpar umræður um nýja aðalskipulagstillögu


Alls komu 48 ábendindar og ábendingar fram vegna Aðalskipulags Voga 2008 - 2028 sem kynnt var í vor en athugasemdafrestur rann út í byrjun júlí. Málið varð tilefni snarprar umræðu á bæjarstjórnarfundi í Vogum á fimmtudaginn þar sem fulltrúar minnihlutans sátu hjá í atkvæðagreiðslu við afreiðslu málsins . Þeir halda því fram að gengið hafi verið gegn vilja íbúanna.


Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdirnar á fjórum fundum, að því er fram kemur í fundargerð.  Gerðar voru ýmsar lagfæringar og breytingar á tillögunni til að koma til móts við ábendingar og athugasemdir. Meðal helstu breytinga má nefna afmörkun hverfisverndar á Vantsleysuströnd þar sem mörkin voru færð nær ströndinni.  Svæði fyrir golfgarða, blönduð landnotkun íbúðarbyggðar og opin svæði til sérstakra nota, voru minnkað úr 17 ha í 10 ha vegna fornleifa á svæðinu.Sunnan gatnamóta Grindarvíkurvegar og Reykjanesbrautar var bætt inn 6,5 ha verslunar- og þjónustusvæði, beggja vegna Grindavíkurvegar. Breytingar voru gerðar á legu reiðstíga frá hesthúsasvæði og um Vogastapa, ásamt því að bætt var við reiðstíg um Háabjalla. Höskuldarvellir verða framvegis skilgreindir sem landbúnaðarsvæði en svæðið var áður skilgreint sem óbyggt svæði, svo nokkuð sé nefnt.

Bæjarfulltrúar H-listans harma að meirihluti sveitarstjórnar E-listans fari með skipulagstillögunni gegn vilja íbúafundar sem samþykkti að allar raflínur sem lagðar yrðu um land sveitarfélagsins færu í jörð. H-listinn lagði fram bókun þar sem þetta kemur fram. Það segir ennfremur að E-listinn virði að vettugi ósk 354 íbúa sveitarfélagsins um íbúakosningu vegna málsins og er vísað til undirskriftalista sem afhentur var bæjarstjóra á síðasta ári.

Á fundinum var einnig tekist á um svokallaða hverfisvernd á Vatnsleysuströnd. Tillaga að aðalskipulagi með breytingatillögum var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans.  Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.  Tillögunni var vísað til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Oddgeir Karlsson - Vogar.