Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Snákur handsamaður í Grindavík
Miðvikudagur 11. ágúst 2004 kl. 10:45

Snákur handsamaður í Grindavík

Þegar heitt er í veðri fara allskyns dýr á kreik en svo varð raunin í Grindavík. Lögreglan fékk tilkynningu um „lausaskrið“ snáks fyrir utan hús eitt í Grindavík. Lögreglan fór á staðinn og handsömuðu snákinn en um var að ræða 40 cm langan snák, brúnan og rauðan að lit. Snákurinn var afhentur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í morgun til aflífunar.

 

Snákurinn fannst á vappinu við Hjólbarðaverkstæði í Grindavík en ekki er vitað hver átti skepnuna.

 

Lögreglan vill taka það fram að innflutningur á snákum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og upp kemst um dýrin þá eru þau strax aflífuð og þeim eytt.

 

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta af snáknum og notaði Risa Tópas til þess að bera saman við skepnuna. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hversskyns snákur þetta er hafið þá samband við Víkurfréttir í síma 421-0014.

 

 

VF-mynd: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024