Þriðjudagur 20. ágúst 2002 kl. 13:36
Smyglari gómaður í Leifsstöð
Tæplega tvítugur Dani var handtekinn á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að smygla hálfu kílói af hassi til landsins í skóm sínum sl. föstudag. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag, að sögn Ríkissjónvarpsins.