Smyglarar í haldi Suðurnesjalögreglu
Nokkur smyglmál hafa komið á borð lögregluembættisins á Suðurnesjum síðustu daga.
Fimm meinir fíkniefnasmyglarar munu nú vera í haldi lögreglunnar, samkvæmt frétt visir.is og hefur gæsluvarðhalds verið krafist yfir þeim öllum.
Um síðustu helgi voru tveir pólskur menn teknir á Keflavíkurflugvelli með gríðarlegt magn af e-töflum földum í niðursuðudósum. Þá var einn maður handtekinn fyrir tilraun til að smygla fíkniefnum innvortis og í gær var barnshafandi kona handtekin fyrir smygltilraun. Hún hafði meðferðis 850 grömm af amfetamíni sem hafði verið komið fyrir í niðursuðudós.
Þá hefur Vísir áreiðanlegar heimildir fyrir því að fimmti maðurinn hafi verið handtekinn fyrir tilraun til smygls á sterum.
www.visir.is