Smiðjuvellir lokaðir vegna framkvæmda
Búið er að loka Smiðjuvöllum milli Þjóðbrautar og Iðavalla þar sem unnið er við lagfæringu götunnar. Vonast er til að viðgerð klárist í dag og á morgun og að hægt verði að opna fyrir umferð föstudaginn 23. febrúar. Vegurinn verður malarvegur að viðgerð lokinni og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um götuna.
Vegurinn er bráðabirgðavegur þar sem íbúabyggð hefur verið skipulögð á svæðinu. Því verður þessi kafli ekki malbikaður, nýr vegur ofan Smiðjuvalla verður opnaður í sumar.