Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Smellahöfundurinn Jóhann G. á lokatónleikum Söngvaskálda
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 15:00

Smellahöfundurinn Jóhann G. á lokatónleikum Söngvaskálda

- lokatóleikar Söngvaskálda annað kvöld

Lokatónleikar Söngvaskálda á Suðurnesjumverða haldnir í Hljómahöll annað kvöld þar sem fjallað verður um Jóhann G. Jóhannsson einn besta lagahöfund Íslands en þau eru ófá lögin og smellirnir sem hafa komið úr hans smiðju. Má þar nefna Don´t try to fool me, Traustur vinur, Eina ósk, Hjálpum þeim, Hvers vegna varst ekki kyrr, Fljúgum hærra og Dagar og nætur.

Flestir þekkja lög hans en minna til lagahöfundarins þar sem hann flutti lögin ekki sjálfur. Hann stofnaði hljómsveitina Óðmenn sem var ein af vinsælustu hljómsveitum landsins á 7. áratugnum og átti einnig farsælan feril sem myndlistarmaður.

Public deli
Public deli

Flytjendur eru að venju Dagný Maggýjar, Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson.

Þetta eru lokatónleikar tónleikaraðarinnar sem hófst árið 2016 en fjallað hefur verið um tólf söngvaskáld samtals fráupphafi. Það eru því síðustu forvöð að hlýða á Söngvaskáld á Suðurnesjum.

Enn eru nokkrir miðar lausir á tónleikana en miðasala fer fram á hljomaholl.is