Smáforrit hjálpa til við læsi
Mikill árangur mældist í Háaleitisskóla.
„Við stóðum fyrir átaki á vegum fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir tveimur árum. Mér tókst að mæla þennan árangur í Háaleitisskóla og fyrsti árgangurinn sem prufukeyrði efnið og aðferðafræðina „Lærum og leikum með hljóðin“ náði gríðarlegum árangri,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, en undanfarið hafa nokkrir skólar í Reykjanesbæ verið að forprófa smáforritið Froskaleikina, til undirbúnings læsi, sem Bryndís gefur út fljótlega í nóvember. Nánar verður fjallað um þetta í nýjasta tölublaði Víkurfrétta og Sjónvarpsþætti Víkurfrétta sem frumsýndur er í kvöld á ÍNN og á vf.is.