Smábátasjómenn í Grindavík samþykkja kjarasamning
Samningur Sjómannasambands Íslands fyrir smábátasjómenn var kynntur og samþykktur á fjölmennum fundi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur í síðustu viku. Sjómenn á smábátum hafa verið samningslausir og þóttu löngu orðið tímabært að semja um kaup og kjör fyrir heildina. Talsverður hluti smábátasjómanna eru félagar í S.V.G. en á fundinum gengu um 12 manns í félagið. Fundarmenn samþykktu samninginn með yfirgnæfandi meirihluta. Félag Smábátaeigenda á Suðurnesjum tekur samninginn til fundar í dag.






