Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Smábátafélagið Reykjanes með veglegar gjafir
Frá afhendingu gjafanna. Mynd/grindavik.net
Mánudagur 3. október 2016 kl. 06:00

Smábátafélagið Reykjanes með veglegar gjafir

Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi færði björgunarsveitum og bátasjóðum veglegar gjafir að upphæð ein milljón og fimmtíuþúsund krónur á aðalfundi sínum sem haldinn var á Salthúsinu í Grindavík nýlega.

Forsvarsmenn björgunarsveitana og bátasjóðanna tóku við gjöfunum sem hver um sig var 150.000 kr.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á aðalfundi síðasta árs var ákveðið að gefa þessa styrki til björgunarmála og á aðalfundinum í síðustu viku fór formleg afhending fram. Þeir sem hlutu styrk frá Reykjanes, félagi smábátaeiganda á Reykjanesi voru: Björgunarsveitin Þorbjörn, Björgunarsveitin Suðurnes, Björgunarsveitin Ægir, Björgunarsveitin Sigurvon, Björgunarsveitin Skyggnir og Björgunarbátasjóðir Grindavíkur og Suðurnesja. 


   

Á næsta ári fagnar félagið 30 ára afmæli en fjöldi félagsmanna er um hundrað manns. Formaður þess er Þorlákur Halldórsson. grindavik.net greinir frá.