Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Smábátaeigendur á Reykjanesi styðja skötuselsfrumvarpið
Föstudagur 12. mars 2010 kl. 08:19

Smábátaeigendur á Reykjanesi styðja skötuselsfrumvarpið


Smábátafélagið Reykjanes samþykkti samhljóða á félagsfundi sínum þann 6. mars s.l. að lýsa yfir stuðningi við núverandi afstöðu stjórnar LS varðandi skötuselsfrumvarp sjávarútvegsráðherra. Fjölmörg mál voru rædd, en mest þó skötuselsfrumvarp sjávarútvegsráðherra, línuívilnun og strandveiðar.

Mikil og þung umræða var um yfirvofandi stöðvun fjölmargra útgerða vegna of lítilla veiðiheimilda. Samþykkt var að skora á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar við aflaheimildir í flestum tegundum: í þorski um 40.000 tonn, ýsu 15.000 tonn, ufsa 10.000 tonn, karfa 5.000 tonn og skötusel um 1.000 tonn.

Einnig var samþykkt að fulltrúar frá Smábátafélaginu Reykjanesi ræði við sjávarútvegsráðherra, um að heimiluð verði jöfn skipti í þorskígildum talið, á ufsa úr krókaaflamarki í aðrar tegundir úr aflamarki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024