Smá væta í kortunum
Klukkan 6 í morgun var hægviðri á landinu. Skýjað víðast hvar og þurrt. Hiti 6 til 10 stig, hlýjast á Akureyri.
Faxaflói – Horfur til kl. 18 á morgun
Hæg suðlæg átt, skýjað og stöku skúrir. Suðaustan 3-8 m/s á morgun og dálítil rigning með köflum. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu
Hæg suðlæg eða breytileg átt. Smáskúrir suðvestan- og vestantil á landinu, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Suðaustan 3-8 m/s suðvestan- og vestanlands á morgun og dálítil rigning öðru hverju, en hægviðri og yfirleitt þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Hæglætisveður næstu daga. Dálítil væta suðvestan- og vestantil á landinu á laugardag, en annars bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti víða 10 til 18 stig að deginum.
Mynd / elg: Við Kleifarvatn
Faxaflói – Horfur til kl. 18 á morgun
Hæg suðlæg átt, skýjað og stöku skúrir. Suðaustan 3-8 m/s á morgun og dálítil rigning með köflum. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu
Hæg suðlæg eða breytileg átt. Smáskúrir suðvestan- og vestantil á landinu, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Suðaustan 3-8 m/s suðvestan- og vestanlands á morgun og dálítil rigning öðru hverju, en hægviðri og yfirleitt þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Hæglætisveður næstu daga. Dálítil væta suðvestan- og vestantil á landinu á laugardag, en annars bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti víða 10 til 18 stig að deginum.
Mynd / elg: Við Kleifarvatn