Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slysið á Reykjanesbraut: Líðan eftir atvikum góð
Sunnudagur 23. nóvember 2003 kl. 18:52

Slysið á Reykjanesbraut: Líðan eftir atvikum góð

Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi, í samtali við netútgáfu Morgunblaðsins, er líðan þeirra, sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut á Strandarheiði í morgun, eftir atvikum góð. Bílstjóri annars bílsins, maður á sjötugsaldri, er á gjörgæslu til eftirlits og aðhlynningar en mun ekki vera mikið slasaður. Í hinum bílnum voru þrír Varnarliðsmenn á þrítugsaldri og var einn þeirra útskrifaður í morgun en hinir tveir eru á almennri deild.
Árekstur bifreiðanna, sem varð um hálfsjöleytið í morgun í slæmu veðri, myrkri, roki og rigningu, var harður og skemmdust þær báðar mikið.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024