Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára í dag
Mánudagur 29. janúar 2018 kl. 11:54

Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára í dag

Slysavarnafélagið Landsbjörg fagnar 90 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 29. janúar. Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1918 en stofnun þess markaði upphaf skipulags björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi.
 
Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði er t.a.m. fyrsta björgunarsveitin sem stofnuð er undir merkjum Slysavarnafélags Íslands árið 1928.
 
Afmælinu verður fagnað um allt land en allar einingar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða með afmælisveislur á sínum heimaslóðum. Veislurnar hefjast allar klukkan 20. Klukkan 20:30 verður streymt frá hátíðarstjórnarfundi félagsins og hægt verður að fylgjast með honum á netinu. Klukkan 21 verður hvítum sólum skotið á loft um allt land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024