Slysavarnadeildin Þorbjörn 70 ára
70 ár voru liðin frá stofnun slysavarnadeildarinnar Þorbjarnar í Grindavík 2. nóvember sl.Af því tilefni var björgunarsveitin Þorbjörn, kvennadeildin Þórkatla og unglingadeildin Hafbjörg með opið hús í björgunarstöðinni í Grindavík sl. laugardag frá kl. 13-16. Björgunarstöðin var til sýnis ásamt margvíslegum björgunarbúnaði. Boðið var upp á bíltúr í MAN trukk björgunarsveitarinnar, salíbunu í björgunarstól og einnig gafst kostur á að prófa klifurvegg sveitarinnar. Þá var björgunarskipið Oddur V. Gíslason til sýnis.