Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slysalaus hálkumorgun – vatn flæddi um Bónus í gær
Þriðjudagur 27. nóvember 2007 kl. 09:34

Slysalaus hálkumorgun – vatn flæddi um Bónus í gær

Þrátt fyrir fljúgandi hálku í morgunsárið hefur umferðin gengið slysalaust fyrir sig, þannig að ekki hefur þurft að kalla til sjúkrabifreiðar. Mikið svell var á götum í efri byggðum Reykjanesbæjar snemma í morgun og blaðberar fóru hægt yfir, enda gler á götum og gangstéttum.

Dagurinn í dag fer rólega af stað hjá Brunavörnum Suðurnesja en það sama verður ekki sagt um gærdaginn. Þá var annríki mikið hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum.

Meðal annars þurfti að dæla vatni af gólfum Bónus-verslunarinnar á Fitjum og þó nokkuð var um sjúkraflutninga.

Þá var eldur borinn að byggingu á Keflavíkurflugvelli í gær en hann var slökktur með tveimur handslökkvitækjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024