Mánudagur 29. desember 2003 kl. 08:13
Slys í hríðarbyl á Brautinni
Lögregla og sjúkralið eru nú á leiðinni að slysstað á Reykjanesbraut þar sem tilkynnt var um bílveltu nærri Grindavíkurvegi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort meiðsl hafi orðið á fólki. Nú er mikill snjóbylur á Suðurnesjum svo vart sér út úr augum. Skyggni á Reykjanesbrautinni er einnig lélegt.