Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 15. febrúar 2002 kl. 14:06

Slys í Heiðarskóla og flensuútköll

Sjúkrabíll var kallaður að Heiðarskóla í Keflavík skömmu fyrir hádegi. Stúlka hafði skorist í íþróttasal skólans. Farið var með stúlkuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hennar. Þau voru ekki alvarleg.Sjúkrabílarnir í Keflavík hafa farið í nokkur útköll sem tengjast flensunni sem nú herjar á landsmenn. Ekkert alvarlegt tilfelli hefur komið upp í tengslum við flensuna. Víða eru vinnustaðir fámennir sökum flensu. Annað hvort eru starfsmenn veikir eða börn starfsmanna og þá er ekkert annað að gera en að taka sér frí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024