Slys á Suðurstrandarvegi
Þyrla var kölluð til og er að flytja ökumann bifreiðar á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi. Tilkynnt var um slysið þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í átta í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og kastaðist hann út úr honum.
Viðbragðsaðilar frá Suðurnesjum og Suðurlandi eru á vettvangi en slysið varð nærri Herdísarvík. Einhverjar umferðartafir eru á vettvangi vegna umferðar viðbragðsaðila.