Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slys á Suðurstrandarvegi
Þriðjudagur 6. nóvember 2018 kl. 09:22

Slys á Suðurstrandarvegi

Þyrla var kölluð til og er að flytja ökumann bifreiðar á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi. Tilkynnt var um slysið þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í átta í morgun. Ökumaður var einn í bíln­um og kastaðist hann út úr hon­um.
 
Viðbragðsaðilar frá Suður­nesj­um og Suður­landi eru á vett­vangi en slysið varð nærri Herdísarvík. Ein­hverj­ar um­ferðartaf­ir eru á vett­vangi vegna um­ferðar viðbragðsaðila.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024