Slydda og él, en frystir síðdegis
Klukkan 6 var suðvestan kaldi og slydda SV-lands, en hæg breytileg átt og úrkomulítið annars staðar. Hiti var frá 5 stigum við suðausturströndina niður í 12 stiga frost við Mývatn.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 5-10 og slydda eða él. Norðlægari síðdegis, léttir til og frystir. Norðvestan 10-15 m/s í nótt, en heldur hægari á morgun.