Slydda í kvöld
Klukkan 9 var vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en stöku skúrir eða él vestan til. Hlýjast var 4 stiga hiti á Vestfjörðum, en kaldast 9 stiga frost í innsveitum norðaustan til.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun.
Vestan 5-10 m/s og smá skúrir eða él, en snýst í norðvestan 5-10 með slyddu í kvöld. Norðaustan 8-13 og léttir til í nótt, en hægara og bjart síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig í dag, en frost síðan 1 til 6 stig.
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar og sýnir veðrið kl. 12 í dag