Slydda í kvöld
Klukkan 6 var norðvestlæg átt, 18-23 m/s við norðaustur- og austurströndina en mun hægari annars staðar. Sunnan- og vestanlands var léttskýjað, en él á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 9 stig, kaldast á Húsafelli. Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestanátt, 15-20 m/s við norðausturströndina, annars mun hægari. Él norðanlands, en léttskýjað á Suðausturlandi. Frost 0 til 8 stig. Vestlæg átt 5-10 m/s síðdegis og slydda vestantil á landinu í kvöld. Vaxandi suðvestanátt á morgun, 13-18 m/s síðdegis en hægari austanlands. Rigning eða skúrir S- og V-lands og hiti 1 til 8 stig.






