Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Slydda eða snjókoma öðru hverju
Þriðjudagur 2. mars 2010 kl. 08:13

Slydda eða snjókoma öðru hverju


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Suðaustan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma öðru hverju. Hiti 0 til 5 stig. Suðvestlægari og él á morgun. Heldur kólnandi.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 8-13 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum. Úrkomumeira í nótt, en suðvestan 8-13 og él á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á miðvikudag:
Snýst í suðvestan 8-15 m/s með éljum, fyrst suðvestantil á landinu, en suðaustan 13-18 m/s í fyrstu á NA- og A-landi. Kólnandi, frost víða 0 til 5 stig með kvöldinu.

Á fimmtudag:

Vestanátt og él N-lands, annars úrkomulítið. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Slydda eða rigning við suðvesturströndina síðdegis.

Á föstudag og laugardag:
Sunnan- og suðvestanátt, vætusamt og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.

----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Ellert Grétarsson - Keilir séður frá Trölladyngju.