Slydda eða snjókoma í dag
	Gengur í suðaustan 10-18 með slyddu eða snjókomu við Faxaflóa í dag. Suðvestan 10-18 og él síðdegis. Hægari í nótt og í fyrramálið. Vaxandi suðaustan átt seint á morgun. Hiti kringum frostmark.
	
	Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
	
	Sunnan 8-15 og él. Suðaustan 10-18 og slydda með köflum með morgninum. Suðvestan 13-18 síðdegis og él, en hægari þegar líður á kvöldið. Suðlæg átt 8-13 og dálítil él á morgun, en vaxandi suðaustan átt síðdegis. Hiti kringum frostmark.
	
	Veðurhorfur á landinu næstu daga
	
	Á þriðjudag:
	Sunnan 8-13 m/s og él, en bjartviðri á N- og A-landi. Frost 0 til 7 stig. Hvessir síðdegis, suðaustan 18-23 og slydda eða rigning um kvöldið, en snjókoma NA-til. Hlýnandi veður.
	
	Á miðvikudag:
	Suðvestan 13-20 m/s. Slydda eða rigning og síðar él, en þurrt að mestu NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en frystir allvíða um kvöldið.
	
	Á fimmtudag:
	Suðvestan 13-18 m/s og él, en léttskýjað NA- og A-lands. Frost 0 til 5 stig.
	
	Á föstudag:
	Suðvestan 8-13 m/s og él S- og V-lands, en heldur hægari vindur annars staðar og léttskýjað. Frost 1 til 10 stig, mest í innsveitum fyrir norðan og austan.
	
	Á laugardag:
	Norðvestan og vestan 3-8 m/s og stöku él, en úrkomulaust á SA-landi og Austfjörðum. Talsvert frost.
	
	Á sunnudag:
	Líkur á vaxandi suðaustanátt með úrkomu og hlýnandi veðri.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				