Slydda eða snjókoma í dag
Klukkan 6 var austlæg átt á landinu, strekkingur við suðurströndina en mun hægari annars staðar. Skýjað var að mestu, súld eða slydda við suðvesturströndina, él við norðausturströndina en annars úrkomulaust. Hlýjast var 4 stiga hiti á Garðskagavita en kaldast 7 stiga frost í Ásbyrgi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma, 8-15 m/s síðdegis, hvassast með ströndinni. Austan 5-10 á morgun og slydda eða rigning. Hiti nálægt frostmarki.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma, 8-15 m/s síðdegis, hvassast með ströndinni. Austan 5-10 á morgun og slydda eða rigning. Hiti nálægt frostmarki.