Slydda eða snjókoma í dag
Í morgun kl. 06 var norðaustlæg átt, hvassviðri eða stormur (18-23 m/s) syðst á landinu en talsvert hægari vindur annars staðar. Skýjað var og él við norðvesturströndina, en snjókoma allra syðst. Hlýjast var 3ja stiga hiti á Skrauthólum á Kjalarnesi, en kaldast 16 stiga frost við Mývatn.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Miðhálendinu.
Vaxandi norðaustanátt og slydda eða snjókoma, fyrst sunnantil. Víða 15-20 m/s er kemur fram á daginn, en hægari vindur norðan- og norðaustanlands. Minnkandi frost, en víða frostlaust við suðurströndina. Lægir og hlýnar þegar líður á daginn, þó síst norðvestantil. Á morgun verður suðlæg átt, 8-13 og víða dálítil rigning sunnan- og austanlands. Norðaustan 10-15 norðvestantil og rigning eða slydda, en mun hægari og þurrt að kalla norðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Gengur í norðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókoma. Heldur hægari og dálítil rigning síðdegis. Hlýnandi veður.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Miðhálendinu.
Vaxandi norðaustanátt og slydda eða snjókoma, fyrst sunnantil. Víða 15-20 m/s er kemur fram á daginn, en hægari vindur norðan- og norðaustanlands. Minnkandi frost, en víða frostlaust við suðurströndina. Lægir og hlýnar þegar líður á daginn, þó síst norðvestantil. Á morgun verður suðlæg átt, 8-13 og víða dálítil rigning sunnan- og austanlands. Norðaustan 10-15 norðvestantil og rigning eða slydda, en mun hægari og þurrt að kalla norðaustanlands.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Gengur í norðaustan 13-18 m/s með slyddu eða snjókoma. Heldur hægari og dálítil rigning síðdegis. Hlýnandi veður.