Slydda eða rigning
Faxaflói: Suðvestan 9-15, hvassast sunnantil allra og slydda eða rigning. Suðvestan 3-8 og stöku slydduél síðdegis. Vaxandi suðaustanátt seint á morgun. Hiti 0 til 3 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestan 8-13 en hægari undir hádegi og minnkandi skúrir eða slydduél. Suðvestan 3-5 undir kvöld. Vaxandi suðaustan átt seint á morgun. Hiti 0 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en bjartviðri A-lands. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 8-13 og rigning SV-lands um kvöldið og hlýnar.
Á sunnudag:
Sunnanátt, 5-13 m/s og vætusamt, en úrkomuminna NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s. Rigning eða slydda sunnanlands og hiti 0 til 4 stig en dálítil snjókoma norðanlands og vægt frost.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestan, 5-13 m/s. Éljagangur S- og V-lands en annars úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig, víðast hvar.