Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda eða rigning
Fimmtudagur 4. mars 2010 kl. 08:18

Slydda eða rigning


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Vestan 5-10 m/s og slydda eða rigning, en suðlægari upp úr hádegi. Vaxandi sunnanátt og rigning eða súld í nótt, 8-15 á morgun. Hlýnar og hiti 2 til 7 stig síðdegis og á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Vestan 3-8 m/s og úrkomulítið, en slydda og síðan rigning fyrir hádegi. Suðlægari síðdegis. Vaxandi sunnanátt í kvöld og nótt, 8-13 á morgun og rigning eða súld. Hiti 2 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Sunnan- og suðvestan 10-15 m/s og rigning, einkum V-lands, en heldur hægari og þurrt að mestu á NA- og A-landi. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast SV-lands.

Á laugardag:
Hvöss suðvestanátt, en lægir heldur um kvöldið. Þurrt á norðaustanverðu landinu, annars rigning og síðan slydda eða snjókoma sunnantil, en él NV-lands. Kólnandi veður og vægt frost víðast hvar síðdegis, en frostlaust við suðurströndina.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt með rigningu eða slyddu S- og SV-lands, en stöku él norðantil. Vægt frost um landið norðanvert, en annars hiti 0 til 4 stig.

Á mánudag:
Suðlæg átt og skúrir, en él N- og NA-lands. Hlýnar smám saman, en áfram vægt frost N- og NA-lands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og milt veður. Vætusamt S- og V-lands, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024