Slydda eða rigning
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Austlæg átt 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, hvassast norðantil. Bætir í vind og úrkomu í nótt, norðaustan og síðar norðan 8-13 á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðvestanátt, víða 10-15 m/s og snjókoma eða él, en þurrt S- og SA-lands. Fer að lægja síðdegis, fyrst V-lands. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag:
Suðvestanátt með slyddu og síðar rigningu, en þurrt að mestu austantil á landinu. Hlýnar talsvert.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestanátt og vætusamt, en úrkomulítið A-lands. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Snýst líklega í norðlæga átt og kólnar.