Slydda, rigning og næturfrost
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Austan 5-10 m/s og bjart með köflum. Suðaustan 8-13 og snjókoma eða slydda seint í nótt, en rigning síðdegis. Hiti 1 til 6 stig, en allvíða næturfrost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 3-8 og bjart, en hvessir í nótt. Suðaustan 8-13 og snjókoma eða slydda undir morgun, en rigning eða slydda síðdegis. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-13 m/s og slydda eða snjókoma S- og V-lands, en síðar rigning. Annars hægari og bjart að mestu. Hiti 0 til 6 stig við suðvestur- og vesturströndina, annars 0 til 8 stiga frost.
Á föstudag:
Hvöss austanátt og rigning, einkum á SA-landi, en yfirleitt hægari og dálítil slydda eða snjókoma norðantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Minnkandi norðaustanátt með skúrum eða éljum, en léttir til SV-til. Kólnandi veður í bili.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt með skúrum, en bjartviðri á austanverðu landinu. Fer að rigna SV-til með kvöldinu. Hiti 1 til 7 stig S- og SV-lands, en annars 0 til 6 stiga frost.
Á mánudag:
Suðaustlæg átt með rigningu og hlýnandi veðri.
Á þriðjudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætusömu og mildu veðri.
--
VFmynd/elg - Horft yfir húsþökin í Innri-Njarðvík í morgun.