Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda, rigning og él
Þriðjudagur 19. febrúar 2008 kl. 09:23

Slydda, rigning og él

Veðurspáin gerir ráð fyrr suðaustan 10-15 m/s og rigning við Faxaflóasvæðið til hádegis, en snýst síðan í vestan 8-13 með slyddu og síðar snjókomu. Suðvestan 10-15 og él í kvöld. Suðaustan 13-18 og slydda eða rigning á morgun. Kólnar í veðri og hiti 0 til 5 í dag, en hlýnar á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él um vestanvert landið, en annars skýjað með köflum. Frost 0 til 6 stig.

Á föstudag:
Suðvestan 5-10 m/s, en allt að 15 m/s með suðurströndinni. Éljagangur, en bjart norðaustanlands. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Á laugardag:
Gengur í hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu. Hlánar úti við sjóinn.

Á sunnudag:
Vestlæg átt, él og frost víðast hvar. ??Á mánudag:?Útlit fyrir hægt vaxandi austanátt með snjókomu sunnan- og austanlands. Kalt í veðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024