Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sluppu vel eftir harðan árekstur
Mánudagur 22. ágúst 2005 kl. 17:10

Sluppu vel eftir harðan árekstur

Mikil mildi þykir að ekki fór ver þegar tveir bílar lentu saman á Reykjanesbraut til móts við Go-Kartbraut Reisbíla. Tvær konur og kornabarn sem voru í bílunum sluppu án teljandi meiðsla.

Subaru skutbíll á leið í bæinn var að fara framhjá bíl sem hafði staðnæmst í vegakanti og lenti framan á Izuzu Trooper á leið suður eftir.

Áreksturinn var harður og skemmdust bílarnir mikið. Má ætla að fólksbíllinn sé gjörónýtur og jeppinn var mikið skemmdur á vinstri framhluta. Mikill viðbúnaður var á Brautinni eftir að sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. Var umferð stöðvuð í nokkurn tíma þannig að langar bílaraðir myndaðist í báðar áttir.

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024