Sluppu ómeidd eftir útafakstur í Helguvík
Bifreið með fjórum aðilum innanborðs fór út af Helguvíkurvegi eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki, en bifreiðin er mikið skemmd og var flutt burt með dráttarbifreið.
Fyrr um kvöldið var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Garðvegi við Berghóla. Hann ók á 132 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Mynd úr safni VF, tengist fréttinni ekki.