Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Slösuðust í bílveltu í flughálku
    Bifreiðin á hliðinni úti í móa eftir slysið í gærkvöldi.
  • Slösuðust í bílveltu í flughálku
Þriðjudagur 13. desember 2016 kl. 10:13

Slösuðust í bílveltu í flughálku

Tvennt var flutt á slysadeild Landspítala eft­ir bíl­veltu á Reykja­nes­braut um miðnætti í gær­kvöldi. Tilkynnt var um bílveltu á Strandarheiði, skammt frá Vogum. Auk lögreglu voru sendir þrír sjúkrabílar á vettvang og tækjabíll slökkviliðs.

Ökumaður bifreiðarinnar kastaðist út úr bílnum við veltuna. Hann og farþegi voru fluttir á slysadeild. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl fólksins eru.

Akstursskilyrði voru afleit en flughált var á slysstað.

Önnur bílvelta varð á Vatnsleysustrandarvegi í nótt. Þar slapp ökumaður ómeiddur. Hann var hin vegar í vímu. Ökutækið var óökuhæft eftir veltuna og þá var bifreiðin á ónýtum dekkjum.

Myndir með fréttinni eru frá veltunni á Reykjanesbraut um miðnætti í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024