Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkvistarfi lýkur vonandi í kvöld
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 18. júlí 2023 kl. 12:13

Slökkvistarfi lýkur vonandi í kvöld

Slökkvilið Grindavíkur ásamt öðrum slökkviliðssveitum, hefur staðið í ströngu síðan fyrir helgi að slökkva mestu gróðurelda sem sögur fara af. Mjög erfiðar aðstæður voru fyrir helgi þegar mikið rok var samhliða mikilli mengun. Nú er veðrið orðið skaplegra, búið að hleypa fólki að gosstöðvunum og slökkvistarf hefur gengið betur. 

Einar Sveinn Jónsson, er slökkviliðsstjórinn í Grindavík. „Það sem við lögðum upp með, gekk að mestu upp en þegar verið er að glíma við svona gríðarlega stórt verkefni en skv. Náttúrufræði stofnun er þetta mestu mosabrunar í sögu Íslands, er erfitt að láta allt ganga upp. Heildarplanið er að ganga, við erum farnir að sjá fyrir endann á þessu og ég hef sett mér það markmið að slökkvistarfi ljúki í kvöld, við eigum u.þ.b. ⅕ eftir. Þessir brunar fara á móti vindi og í raun bæta þeir bara í eftir því sem rokið er meira. Mesti gróðurinn var sunnan við gosið en núna erum við norðan megin við, frá Litla-Hrút að Keili, við tókum það í fyrradag og í gær vorum við að vinna í beinni línu frá gosstöðvunum að Keili en máttum ekki fara inn á kvikuganginn, þess vegna var þyrla Landhelgisgæslunnar með skjóðuna og er í þessum töluðu orðum að fljúga með hana. Svo erum við að vinna okkur í átt að Vatnsfelli núna og ég á von á að slökkvistarfi ljúki í kvöld.

Hlutverk beltagröfunnar hefur breyst úr því að vera grafa rás í mosann, í að greiða leið tankbíls sem flytur átta þúsund lítra að eldunum. Við erum með tvo aðra tankbíla sem fara að Slökkvistöðinni í Grindavík og dæla vatni á sig þar, flytja það svo að gosstöðvunum þar sem stóri tankbíllinn getur fyllt á sig á gosstöðvunum. Svo erum við líka komnir með vatnsbamba við Grindavíkurveg, það vatn í tankbíl frá Brunavörnum Suðurnesja og þyrlan getur sótt það þangað og flogið með að gosinu. Bæði hefur þyrlan verið að flytja bambana og eins að fljúga sjálf með skjóðu og slökkva eldinn, þar sem við getum ekki slökkt með hönd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta hefur gengið ótrúlega vel myndi ég segja, við erum að nota aðferð sem hefur ekki verið notuð áður hér á landi. Teymið er ótrúlega öflugt, við vinnum þetta mjög vel saman og menn eru útsjónarsamir og lausnarmiðaðir,“ sagði Einar.