Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkvistarfi lokið en svæðið áfram vaktað
Frá slökkvistarfi við gosstöðvarnar. Myndir/Jón Þorkell Jónasson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 4. ágúst 2023 kl. 10:36

Slökkvistarfi lokið en svæðið áfram vaktað

segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Grindavíkur.

Mestu gróðureldar í manna minnum hafa geysað nánast frá þeim tíma sem eldgosið við Litla-Hrút hófst 10. júlí og illa hefur gengið að ráða niðurlögum þeirra. Slökkvilið Grindavíkur ásamt öðrum slökkviliðum hefur haft í nógu að snúast og loksins tókst að slökkva eldana sunnudagskvöldið 27. júlí eða rúmum tveimur vikum eftir að gróðureldarnir blossuðu upp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Grindavíkur, segir að þetta séu stærstu aðgerðir sem hann hafi tekið þátt í á tuttugu ára ferli í slökkviliðinu. „Já, það má segja að það sé þungu fargi af mér létt en þetta er samt ekki alveg búið, við verðum að vakta línuna áfram en vonandi er það versta yfirstaðið. Við verðum með vakt allan sólarhringinn til að byrja með, það er mikilvægt að slökkva í glóð um leið og hún myndast, það er auðveldara að slökkva í glóð í stað þess að missa þetta upp. Við erum með tanka á fjallinu og þurfum að fylla á þá svo við verðum á vaktinni eitthvað áfram. Veðurspáin talaði um bleytu um verslunarmannahelgina en mér sýnist sú spá ekki ætla ganga eftir en það væri afskaplega vel þegið að fá góða rigningu núna, það er ekki oft sem maður óskar sér þess. Þar til fer að rigna munum við standa vaktina svona, hugsanlega hættum við vöktum á nóttunni og tökum rúnt um kvöldið og að morgni en við munum fylgjast vel með áfram.

Ég hef verið slökkviliðsmaður í tæp tuttugu ár, hef verið slökkviliðsstjóri í rúmt eitt og hálft ár og hef aldrei lent í öðrum eins gróðureldum. Þetta eru stærstu aðgerðir sem ég hef tekið þátt í. Eldgosið hófst mánudaginn 10. júlí og gróðureldarnir spruttu upp á fimmtudeginum, við náðum að slökkva en þá spratt upp á öðrum stað svo það má segja að þetta hafi verið stanslaust í gangi í tvær vikur. Það versta er vonandi yfirstaðið og við hljótum nú að fara sjá rigningu, það myndi hjálpa mikið til,“ sagði Einar.