Slökkviliðsmenn gerast brennuvargar
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja gerðust brennuvargar í gærmorgun þegar þeir báru eld að gömlu skrifstofubyggingunum hjá Saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Eigandi hússins vildi jafna húsið við jörðu og fékk slökkviliðsmenn til verksins en þeir nýttu sér tækifærið til æfinga. Ljósmyndari frá Víkurfréttum leit við og tók nokkrar myndir.
VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson