Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðsmenn frá Suðurnesjum til hreinsunarstarfa á Klaustri
Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 10:14

Slökkviliðsmenn frá Suðurnesjum til hreinsunarstarfa á Klaustri


Þrír  slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja og einn frá slökkviliði Grindavíkur héldu í gærkvöldi austur  til Kirkjubæjarlausturs og verða við hreinsunarstörf fram að helgi. Ef á þarf að halda verður sent annað hreinsunargengi til þess að skipta við þá um helgina.

Búnaður sem sendur var er tankbíll með dælu,  mannflunings- og tækjabíll ásamt lausum dælum og öðrum búnaði  til hreinsunarstarfa.

Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf ferðarinnar í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024