Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 29. mars 2001 kl. 09:44

Slökkviliðsmenn á námskeið

Það er í mörg horn að líta þegar slökkviliðið er annars vegar og yfirleitt af nógu að taka. Í síðustu viku voru þrír slökkviliðsmenn sendir í Brunamálaskólann á námskeið í Slökkviliðsmanni 2 en námskeiðið er haldið í Reykjavík og stendur í tvær vikur. „Allir starfsmenn Brunavarna Suðurnesja utan varaliðs, fara á námskeið sem eru Slökkviliðsmaður 1, 2 og 3 en varaliðsmenn fara á námskeið Slökkviliðsmaður 1“, segir Jón Guðlaugsson varaslökkviliðsstjóri BS.
Farið var í 18 sjúkraflutninga í síðustu viku og 4 útköll á slökkvibíla allt voru það minni háttar útköll. Það sem er af þessu ári hafa sjúkra flutningar verið 298 sem er nokkur aukning miðað við sama tíma í fyrra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024