Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn Brunavarna Suðurnesja í verkfall
Föstudagur 23. júlí 2010 kl. 08:48

Slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn Brunavarna Suðurnesja í verkfall

Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófu verkfall klukkan 8 til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slökkviliðs - og sjúkraflutningamenn hjá Brunavörnum Suðurnesja skiluðu í morgun boðtækjum slökkviliðsins og hyggjast ekki taka við þeim aftur fyrr en gerður hefur verið nýr kjarasamningur.

Slökkviliðsmenn bera boðtækin á sér til þess að hægt sé að kalla út meira lið þegar stórbrunar verða, eða önnur slík atvik koma upp.

Verkfallið stendur frá 8 til 16 og vegna þess raskast flutningar sjúklinga milli stofnana, auk þess sem slökkviliðsmenn sinna ekki útköllum sem ekki eru bráðnauðsynleg.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á slökkvistöðinni við Hringbraut í Keflavík í morgun þegar menn skiluðu inn boðtækjum sínum. VF-myndir: Hilmar Bragi