Slökkviliðið slökkti í brennu
Slökkviliðsmenn frá BRunavörnum Suðurnesja þurftu að slökkva í einni brennu í kvöld. Mikinn reyk lagði frá brennunni yfir byggð í Innri Njarðvík.Brennan var staðsett norðan við göngustíg á opnu svæði við hurða og gluggaverksmiðju BYKO. Kveikt var í brennunni í nokkuð hvössum vindi og stóð þykkur reykur yfir byggðina í Innri Njarðvík. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva bálið á skammri stundu.
Brennuhaldari á staðnum var hins vegar á því að brennan hafi átt að fá að brenna áfram þar sem lítið var eftir af heinni þegar slökkvilið kom.
Brennu ofan Bragavalla í Keflavík var frestað vegna veðurs.
Brennuhaldari á staðnum var hins vegar á því að brennan hafi átt að fá að brenna áfram þar sem lítið var eftir af heinni þegar slökkvilið kom.
Brennu ofan Bragavalla í Keflavík var frestað vegna veðurs.