Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðið bjargar knattspyrnuvelli frá sólbruna
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 19:22

Slökkviliðið bjargar knattspyrnuvelli frá sólbruna

Umsjónarmenn íþróttasvæða í Reykjanesbæ hafa ákallað regnguðinn og dansað regndans fram eftir degi þar sem knattspyrnuvellir voru farnir að skrælna í hitanum og sólinni, sem allt hefur elskað síðustu daga. Hvorki regndansinn né ákallið dugaði til að fá rigningu, Símtal á slökkvistöðina við Hringbraut skilaði hins vegar árangri. Brunahanar voru virkjaðir og menn settir á slöngur til að vökva vellina. Byrjað var við Iðavelli og það var ekki laust við að þar þyrftu menn að stíga dans við slöngurnar, þvílíkur var krafturinn á vatninu. Myndin er frá vökvuninni þar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024