Slökkvilið styrkt til sameiningar
Samkvæmt lögum um brunavarnir sem taka gildi 1. janúar nk. er slökkviliðum og sveitarfélögum skilt að bregðast við og eiga viðbúnað vegna mengurnaróhappa á landi.Ársþing slökkviliðsstjóra var haldið í Fjarðabyggð eystra um helgina þar sem þetta kom fram. Til umfjöllunar voru ný brunavarnalög þar sem þetta kemur fram. Lögin fela einnig í séwr miklar aðrar breytingar í brunavörnum. Stjórn og skipan brunamála í landinu fær þannig breytt starfssvið.Nýju lögin fela í sér mikla skylduaukningu hjá sveitarfélögum og slökkviliðssjórum. Kom fram að í lögunum eru bráðabirgðaákvæði sem heimila að veita sveitarfélögum tímabundinn fjárstuðning til að sameinast um rekstur eldvarnaeftirlits og/eða slökkviliða. Mörg minni sveitarfélög munu ekki ráða ein við kostnað vegna mengunarmálaflokksins.Nýju lögin eru í raun að hvetja til sameiningar slökkviliða. Nú er það spurning hvort slökkviliðin í Sandgerði og Grindavík sameinins slökkviliði Brunavarna Suðurnesja?