Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkvilið slær á ammoníaksmengun í Helguvík
Laugardagur 6. desember 2003 kl. 15:39

Slökkvilið slær á ammoníaksmengun í Helguvík

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja eru nú að úða vatni yfir álgjall í Helguvík en frá gjallinu leggur megna ammoníakslykt. Gjallið hafði verið losað utandyra en við það að blotna myndast mengunarský sem leggur af megna ammoníakslykt. Endurvinnsla á áli er nýlega hafin í Helguvík. Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem eru að störfum í Helguvík hafa fengið að kenna á ammoníaksskýinu. Áhrifin leggjast á öndunarveg og augu. Þannig velur lyktin því að menn fá flensueinkenni og verður flökurt. Um tíma stóð til að hætta vinnu í Helguvík vegna þessa. Mengunarskýið er staðbundið í Helguvík. Þar er nær logn og virðist sem ammoníaksmengunin liggi bara yfir Helguvíkinni.
Slökkviliðið hefur frá því um hádegi úðað vatni yfir álgjallið til að flýta fyrir niðurbroti þess og slá á mengunarskýið. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, á von á því að slökkviliðið verið að störfum í Helguvík fram á kvöld.

 

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024